Laga grænt svæði milli Ásenda, Básenda og Garðsenda

Laga grænt svæði milli Ásenda, Básenda og Garðsenda

Laga grænt svæði sem er á milli Ásenda, Básenda og Garðsenda. Arfi er að taka yfir gras sem þar, og skríður hann inn í nærliggjandi garða. Taka upp arfa og þökuleggja og setja bekki. Einnig þarf að saga niður tré sem hafa brotnað í vondum veðrum og laga beð.

Points

Í dag hefur borið á að fólk í hverfinu losi garðúrgang á svæðið og ef svæðið er lagað þá hugsar fólk sig vonandi tvisvar um áður en það losar garðúrgang á svæðinu. Arfinn er einnig að dreifa sér inn í nærliggjandi garða og þurfa þeir sem þá eiga að hafa sig alla við að halda arfa frá svæði Reykjavíkurborgar í skefjum. Einnig hefur svæðið verið einstaklega illa hyrt af Reykjavíkurborg undanfarin ár og síðasta sumar var arfinn ekki einu sinni sleginn þar sem hann var orðinn mjög hár og mikill.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information